Aukasýning 24.ágúst

Síðasta sýning sumarsins er í dag. Miðvikudaginn 24.ágúst kl 18:00 í Elliðarárdalnum.

Sjáumst….. Og takk fyrir sumarið.

Auglýsingar
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Mjallhvít og Dvergarnir sjö

Leikhópurinn Lotta er fimm ára!

Allt frá stofnun hefur hópurinn einsett sér að setja upp skemmtilegar fjölskyldusýningar. Við byrjuðum á Dýrunum í Hálsaskógi, fylgdum þeim eftir með Galdrakarlinum í Oz, þá var það Rauðhetta og í fyrra sýndum við Hans klaufa fyrir rúmlega 20.000 áhorfendur.  Síðustu 5 ár höfum við því tekið á móti hátt í 100.000 áhorfendum og þökkum við öllum vinum okkar fyrir frábærar viðtökur. Við gætum hreinlega ekki verið hamingjusamari 🙂

Leikhópurinn Lotta ferðast með sýningar sínar út um allt land og sýnir alltaf utandyra. Í sumar eru sýningarstaðir okkar 53 talsins.

Í ár er það Mjallhvít og dvergarnir sjö.

Miðaverð 1500 kr.

Fullorðnir fá miðann á barnaverði aðeins 1500 kr.

Ekki er þörf á að panta miða, bara mæta á svæðið með teppi og ekki gleyma myndavélinni. Við erum svo svakalega myndarleg. Allavega ég.

Kv Drottningin

Gleðilegt sumar og góða skemmtun!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Diskurinn okkar er kominn.

Geisladiskur með öllu leikritinu, söngvum og textum. Pantanir verða afgreiddar eins fjótt og auðið er. Hægt er að panta Mjallhvíti, Galdrakarlinn í Oz, Rauðhettu og Hans Klaufa með því að senda póst á leikhopurinnlotta@gmail.com. Taka þarf fram nafn, heimilsfang og kennitölu greiðanda ásamt nafn disks og fjölda.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hvar sýnum við í Elliðarárdalnum ?

Í Elliðarárdalnum sýnum við í „Hólmanum“ sjá leiðbeiningar hér. En það er sama staðsetning og síðustu 4 ár. Við héldum í 4 ár að við værum í Indíjánagili en það var víst ekki rétt hjá okkur.  🙂 En núna vitum við alla vega hvar við erum. 🙂

Sjáumst.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd